Það eru forréttindi að fá að eldast
Efri ár - ráðgjöf fyrir fólk á efri árum og aðstandendur þeirra.
...en fáir vilja
vera gamlir
Að eldast með sjálfstæði, reisn og sjálfsvirðingu að leiðarljósi
Það hvernig við undirbúum og tökumst svo á við efri árin getur skipt sköpum þegar kemur að því að viðhalda sjálfstæði, virðingu og reisn. Til þess þurfum við að horfast í augu við staðreyndir, vera tilbúin að meðtaka nýjar upplýsingar – og taka svo jafnvel ákvarðanir um breytingar á meðan við getum gert það sjálf. Stundum eru þær ákvarðanir teknar í samráði við nána aðstandendur en enginn vill láta taka ráðin af sér eða vera ráðstafað.
Við hjá efri árum veitum persónulega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna með hagsmuni allra í fjölskyldunni að leiðarljósi.
Til að panta tíma hjá okkur farið inn í HAFA SAMBAND - flipann hér að ofan og sendið okkur skeyti, við svörum innan sólarhrings.
Þjónusta
Persónuleg ráðgjöf
Viðtalstími fyrir 1-3 á stofu
Fjölskylduráðgjöf
Fjölskyldufundur á stofu eða á heimili
Ráðgjöf fyrir fyrirtæki,
stofnanir og bæjarfélög
Efri ár veitir ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana um málefni aldraðra
Um efri ár
Efri ár er ráðgjafafyrirtæki sem byggir á áratuga langri reynslu og þekkingu í eigu Ragnheiðar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings.
Ragnheiður Gunnarsdóttir lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1985 og MPM prófi í verkefnastjórnun frá HR 2016.
Hún var deildarstjóri hjá Eir hjúkrunarheimili á dagdeild fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma á árunum 2005-2009 og staðarhaldari öryggisíbúða Eirar í Grafarvogi 2009-2016. Þar áður starfaði hún sem almennur hjúkrunarfræðingur, var hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöð, vann við blaðamennsku og lyfjasölu. Auk ráðgjafastarfa vinnur Ragnheiður nú á endurhæfingar- og útskriftardeild aldraðra á Landakotsspítala.
Ragnheiður hefur tekið að sér fjölda trúnaðarstarfa fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, meðal annars verið varaformaður félagsins og setið í stjórn lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Hún hefur einnig setið í stjórnum heilbrigðisstofnana. Ragnheiður hefur unnið innan málaflokks fatlaðra, m.a. setið í Ferlinefnd Reykjavíkurborgar og verið formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni.